Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2014 23:42 Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00
Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51