Ekki lent í úlfahjörð ennþá Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 15:06 Aníta hefur farið 800 af þúsund kílómetra leið. Mynd af Facebooksíðu Anítu. ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu. Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu.
Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09