Fastafulltrúi Íslands fordæmdi framgöngu beggja aðila Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 23:44 Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn. Gasa Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn.
Gasa Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira