Harma líkamsárás í knattspyrnuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2014 10:41 Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42
Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30
Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34
„Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13
Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34
„Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31
Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52