Varð þýskur meistari á gervifótum frá Össuri | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2014 12:41 Rehm stekkur til sigurs í gær. Vísir/Getty Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira