„Ekkert stríð er réttmætara en þetta“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2014 19:22 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsmenn þyrftu að vera undirbúnir fyrir langvarandi átök á Gaza. Hann sagði einnig að þeir yrðu ekki feimnir við að gera árásir og myndu sýna ábyrgð í aðgerðum sínum. Hernaður Ísraelsmanna á svæðinu hófst fyrir þremur vikum. Fyrst um sinn gerðu þeir einungis árásir úr lofti en þeir hófu þó fljótlega landhernað á svæðinu. Gífurlegur fjöldi óbreyttra Palestínumanna hefur þó fallið í hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, en talið er að fyrir þúsund manns hafi látið lífið. Sameinuðu þjóðirnar telja þrjá af hverjum fjórum vera óbreytta borgara. 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og tveir borgarar auk eins erlends verkamanns. Yfirlýst markmið Ísraelsmanna er að gera út um getu Hamas samtakana til að skjóta eldflaugum á Ísrael og að loka fjölda ganga sem Hamas hafa grafið undir landamæri Gaza og Ísrel. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Netanyahu í sjónvarpsávarpi í dag að tilgangur aðgerðanna væri nú að afvopna Gazasvæðið. Sagði hann að aðgerðirnar væru nauðsynlegar fyrir framtíð svæðisins. „Ekkert stríð er réttmætara en þetta,“ sagði Netanyahu. Hann sagði að herinn myndi ekki hætta fyrr en búið væri að loka öllum göngunum sem Hamas nota og sagði hann þau vera notuð til að drepa borgara. „Við þurfum að vera reiðubúin fyrir langa herferð.“ Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, sagði hótanir forsætisráðherrans ekki hræða samtökin, né Palestínumenn. Hann sagði Ísraelsmenn muna gjalda fyrir fjöldamorð borgara og barna. Gasa Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsmenn þyrftu að vera undirbúnir fyrir langvarandi átök á Gaza. Hann sagði einnig að þeir yrðu ekki feimnir við að gera árásir og myndu sýna ábyrgð í aðgerðum sínum. Hernaður Ísraelsmanna á svæðinu hófst fyrir þremur vikum. Fyrst um sinn gerðu þeir einungis árásir úr lofti en þeir hófu þó fljótlega landhernað á svæðinu. Gífurlegur fjöldi óbreyttra Palestínumanna hefur þó fallið í hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, en talið er að fyrir þúsund manns hafi látið lífið. Sameinuðu þjóðirnar telja þrjá af hverjum fjórum vera óbreytta borgara. 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og tveir borgarar auk eins erlends verkamanns. Yfirlýst markmið Ísraelsmanna er að gera út um getu Hamas samtakana til að skjóta eldflaugum á Ísrael og að loka fjölda ganga sem Hamas hafa grafið undir landamæri Gaza og Ísrel. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Netanyahu í sjónvarpsávarpi í dag að tilgangur aðgerðanna væri nú að afvopna Gazasvæðið. Sagði hann að aðgerðirnar væru nauðsynlegar fyrir framtíð svæðisins. „Ekkert stríð er réttmætara en þetta,“ sagði Netanyahu. Hann sagði að herinn myndi ekki hætta fyrr en búið væri að loka öllum göngunum sem Hamas nota og sagði hann þau vera notuð til að drepa borgara. „Við þurfum að vera reiðubúin fyrir langa herferð.“ Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, sagði hótanir forsætisráðherrans ekki hræða samtökin, né Palestínumenn. Hann sagði Ísraelsmenn muna gjalda fyrir fjöldamorð borgara og barna.
Gasa Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira