Rannsakendur Malaysian flugvélarinnar fullsaddir á bardögum Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2014 22:31 Rannsakendum gengur illa að komast að flaki Malaysian flugvélarinnar vegna átaka á svæðinu. Enn á eftir að safna saman líkamsleifum farþega í brakinu. Íbúar á átakasvæðunum í austur Úkraínu reyna nú margir að komast þaðan burt, enda aðstæður ömurlegar. Undanfarna daga hafa verið hörð átök við bæinn Shakhtarsk og þaðan lá straumur flóttafólks í dag. „Þetta var hræðilegt, við földum okkur í kjöllurum, börnin grétu, þau voru hrædd, það var ekkert rafmagn, ekkert, þetta var martröð,“ sagði Olga íbúi í Shakhtarsk á flótta úr bænum. Julie Bishop utanríkisráðherra Ástralíu hafði vonað að rannsakendur gætu unnið óáreittir við brak Malaysian flugvélarinnar í dag. „Forsætisráðherrann, Tony Abbott, hefur verið í sambandi við Pútín forseta nokkrum sinnum og við vonum að Rússar nýti áhrif sín hjá aðskilnaðarsinnunum til að tryggja að við fáum óhindraðan aðgang að svæðinu,” sagði Bishop á fréttamannifundi í morgun. Utanríkisráðherranum varð ekki að ósk sinni því fulltrúar ÖSE og rannsakendur þurftu frá að hverfa í dag vegna átaka í námunda við brakið. „Eins og þið sjáið komum við fljótt aftur frá svæðinu. Við vorum stöðvuð í bænum Shakhtarsk á leiðinni að slysstaðnum. Við urðum að stoppa því það var skothríð og okkur skilst að það hafi verið stórskotalið mjög nálægt,” sagði Alexander Hug talsmaður Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í dag. Hann segir að menn verði að standa við loforð um vopnahlé svo hægt sé að vinna við brakið. „Þeir verða að skilja að þeir verða að leggja niður vopn, vegatálmar verða að hverfa og við og sérfræðingarnir verða að hafa óheftan aðgang að staðnum, án truflunar og áhættu svo við getum haldið starfi okkar áfram. Á staðnum eru enn þá líkamsleifar, lík og brak. Þarna er verk óunnið sem aðeins er hægt að vinna ef vopnin hafa verið lögð niður og við erum ekki í hættu á leiðinni þangað. Við erum orðin leið á að láta trufla okkur með skotbardögum þótt vopnahlé hafi verið samþykkt. Þakka ykkur fyrir,” sagði Hug. MH17 Tengdar fréttir Spjótin beinast nú að Rússlandi Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni. 19. júlí 2014 07:00 Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Flugskeytinu skotið frá Austur-Úkraínu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir loftvarnareldflauginni sem grandaði malasísku farþegavélinni í gær hafi verið skotið frá landsvæði í austurhluta Úkraínu sem er á valdi aðskilnaðarsinna. 18. júlí 2014 15:27 Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni á fimmtudag. 21. júlí 2014 20:00 Óraunhæft að senda vopnað herlið til Úkraínu Yfirvöld í Hollandi því hætt við að senda sérfræðinga á svæðið eins og til stóð, en alls létust 193 hollenskir ríkisborgarar þegar vél Malaysia airlines var grandað. 27. júlí 2014 20:53 Flugritarnir afhentir malasískum stjórnvöldum Flugritarnir tveir úr malasísku vélinni sem fórst í austurhluta Úkraínu síðastliðinn fimmtudag verða afhentir malasískum stjórnvöldum í dag. 21. júlí 2014 16:58 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Rannsakendum gengur illa að komast að flaki Malaysian flugvélarinnar vegna átaka á svæðinu. Enn á eftir að safna saman líkamsleifum farþega í brakinu. Íbúar á átakasvæðunum í austur Úkraínu reyna nú margir að komast þaðan burt, enda aðstæður ömurlegar. Undanfarna daga hafa verið hörð átök við bæinn Shakhtarsk og þaðan lá straumur flóttafólks í dag. „Þetta var hræðilegt, við földum okkur í kjöllurum, börnin grétu, þau voru hrædd, það var ekkert rafmagn, ekkert, þetta var martröð,“ sagði Olga íbúi í Shakhtarsk á flótta úr bænum. Julie Bishop utanríkisráðherra Ástralíu hafði vonað að rannsakendur gætu unnið óáreittir við brak Malaysian flugvélarinnar í dag. „Forsætisráðherrann, Tony Abbott, hefur verið í sambandi við Pútín forseta nokkrum sinnum og við vonum að Rússar nýti áhrif sín hjá aðskilnaðarsinnunum til að tryggja að við fáum óhindraðan aðgang að svæðinu,” sagði Bishop á fréttamannifundi í morgun. Utanríkisráðherranum varð ekki að ósk sinni því fulltrúar ÖSE og rannsakendur þurftu frá að hverfa í dag vegna átaka í námunda við brakið. „Eins og þið sjáið komum við fljótt aftur frá svæðinu. Við vorum stöðvuð í bænum Shakhtarsk á leiðinni að slysstaðnum. Við urðum að stoppa því það var skothríð og okkur skilst að það hafi verið stórskotalið mjög nálægt,” sagði Alexander Hug talsmaður Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í dag. Hann segir að menn verði að standa við loforð um vopnahlé svo hægt sé að vinna við brakið. „Þeir verða að skilja að þeir verða að leggja niður vopn, vegatálmar verða að hverfa og við og sérfræðingarnir verða að hafa óheftan aðgang að staðnum, án truflunar og áhættu svo við getum haldið starfi okkar áfram. Á staðnum eru enn þá líkamsleifar, lík og brak. Þarna er verk óunnið sem aðeins er hægt að vinna ef vopnin hafa verið lögð niður og við erum ekki í hættu á leiðinni þangað. Við erum orðin leið á að láta trufla okkur með skotbardögum þótt vopnahlé hafi verið samþykkt. Þakka ykkur fyrir,” sagði Hug.
MH17 Tengdar fréttir Spjótin beinast nú að Rússlandi Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni. 19. júlí 2014 07:00 Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Flugskeytinu skotið frá Austur-Úkraínu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir loftvarnareldflauginni sem grandaði malasísku farþegavélinni í gær hafi verið skotið frá landsvæði í austurhluta Úkraínu sem er á valdi aðskilnaðarsinna. 18. júlí 2014 15:27 Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni á fimmtudag. 21. júlí 2014 20:00 Óraunhæft að senda vopnað herlið til Úkraínu Yfirvöld í Hollandi því hætt við að senda sérfræðinga á svæðið eins og til stóð, en alls létust 193 hollenskir ríkisborgarar þegar vél Malaysia airlines var grandað. 27. júlí 2014 20:53 Flugritarnir afhentir malasískum stjórnvöldum Flugritarnir tveir úr malasísku vélinni sem fórst í austurhluta Úkraínu síðastliðinn fimmtudag verða afhentir malasískum stjórnvöldum í dag. 21. júlí 2014 16:58 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Spjótin beinast nú að Rússlandi Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni. 19. júlí 2014 07:00
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Flugskeytinu skotið frá Austur-Úkraínu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir loftvarnareldflauginni sem grandaði malasísku farþegavélinni í gær hafi verið skotið frá landsvæði í austurhluta Úkraínu sem er á valdi aðskilnaðarsinna. 18. júlí 2014 15:27
Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni á fimmtudag. 21. júlí 2014 20:00
Óraunhæft að senda vopnað herlið til Úkraínu Yfirvöld í Hollandi því hætt við að senda sérfræðinga á svæðið eins og til stóð, en alls létust 193 hollenskir ríkisborgarar þegar vél Malaysia airlines var grandað. 27. júlí 2014 20:53
Flugritarnir afhentir malasískum stjórnvöldum Flugritarnir tveir úr malasísku vélinni sem fórst í austurhluta Úkraínu síðastliðinn fimmtudag verða afhentir malasískum stjórnvöldum í dag. 21. júlí 2014 16:58
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20