Lögreglumenn ósáttir með að hafa ekki verið kallaðir út Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 18:26 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Andri „Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira