Glæfraakstur á Landsmóti hestamanna: "Það lá við að þeir keyrðu yfir fólk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 21:00 Frá Landsmóti Hestamanna á Gaddstadaflötum við Hellu um liðna helgi. Vísir/Bjarni Þór Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku. Hestar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku.
Hestar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira