Konur í sveitarstjórnum aldrei verið fleiri Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2014 11:32 Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun