Fengu tilboð vegna tölvubúnaðar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 16:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15