Stóru málin: Tekist á um húsnæðisvandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 20:00 Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira