Atkvæðið endaði á Grænlandi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 17:22 „Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
„Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira