Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Hrund Þórsdóttir skrifar 23. maí 2014 20:00 Í föstudagspistli sínum gerir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ákæru gegn spítalanum og hjúkrunarfræðingi þar, að umfjöllunarefni sínu. Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00