Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Hrund Þórsdóttir skrifar 23. maí 2014 20:00 Í föstudagspistli sínum gerir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ákæru gegn spítalanum og hjúkrunarfræðingi þar, að umfjöllunarefni sínu. Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00