Umhverfi, heilbrigði og vellíðan Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:42 Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun