Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 12:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitar að tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels