"Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn“ Ásthildur Ósk og Bjargey Halla og Elísabet Rut skrifa 26. maí 2014 17:45 Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun