Oddvitaáskorunin - Syngur eingöngu til að rýma hús 28. maí 2014 17:01 Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveitunga í Þingeyjarsveit. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira