Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 29. maí 2014 15:27 visir/afp 14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Úkraína Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí.
Úkraína Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira