Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 11:10 Hjördís hefur setið í þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi. Hún nýtur stuðnings hóps kvenna sem hafa verið í sömu aðstæðum og hún og berjast við danskt réttarkerfi vegna forræðis barna sinna. Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40
Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00