Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2014 08:00 „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira