Engar „formlegar viðræður“ hafnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2014 12:30 Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir segja engar formlegar viðræður hafnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04
Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22