Engar „formlegar viðræður“ hafnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2014 12:30 Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir segja engar formlegar viðræður hafnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04
Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22