„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 14:32 Kristín Soffía Jónsdóttir. Vísir/stefán/Valli „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15