„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 14:32 Kristín Soffía Jónsdóttir. Vísir/stefán/Valli „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15