Hver á skilið hvað? Ásgrímur Jónasson skrifar 9. maí 2014 22:44 Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun