Stærðin skiptir ekki máli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2014 22:15 Jón Axel Guðmundsson í baráttunni við Martin Hermannsson. Vísir/Stefán Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45
Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36
Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58