Almenningssamgöngur fyrir alla? Helga Þórðardóttir skrifar 28. apríl 2014 17:45 Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun