Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2014 10:41 Úr héraðsdómi í morgun. vísir/gva Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41