Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2014 10:41 Úr héraðsdómi í morgun. vísir/gva Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41