Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2014 11:05 Í morgun, sé yfir torgið þar sem fjöldamorðin voru framin 21. febrúar síðastliðinn. VÍSIR/VALLI „Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira