Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum 17. mars 2014 08:04 Íbúar á Krímskaga sem vilja ganga Rússum á hönd fagna niðurstöðunni. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu. Þeir íbúar Krímskaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru vægast sagt á einu máli. Níutíu og sex, komma sjö prósent þeirra kusu með tillögunni sem gerir ráð fyrir Krímskagi segi sig frá Úkraínu og verði hluti af ríkjasambandi Rússlands. Mikhail Malyshev yfirmaður kjörstjórnar á Krímskaga kynnti þessar niðurstöður á blaðamannafundi nú í morgun. Kjörsókn er sögð hafa verið áttatíu og þrjú prósent og um tólfhundruðþúsund manns tóku þátt í henni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín, hinn rússneski kollegi hans, ræddu málið í gegnum síma í gær. Í máli Obama kom skýrt fram að Bandaríkjamenn telji kosninguna ólöglega og að hún verði aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá bætti forsetinn við að frekari viðskiptaþvinganir á Rússa komi vel til greina. Til umræðu hjá Utanrsíkisráðherrum ESB verður meðal annars að ógilda vegabréf og frysta eignir háttsettra rússneskra embættismanna. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg, en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Rússar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir viðurkenni úrslitin og að næstu skref séu að að samþykkja Krímskaga inn í Rússneska ríkjasambandið en málið verður rætt í Rússnesku dúmunni á föstudaginn kemur. Úkraína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu. Þeir íbúar Krímskaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru vægast sagt á einu máli. Níutíu og sex, komma sjö prósent þeirra kusu með tillögunni sem gerir ráð fyrir Krímskagi segi sig frá Úkraínu og verði hluti af ríkjasambandi Rússlands. Mikhail Malyshev yfirmaður kjörstjórnar á Krímskaga kynnti þessar niðurstöður á blaðamannafundi nú í morgun. Kjörsókn er sögð hafa verið áttatíu og þrjú prósent og um tólfhundruðþúsund manns tóku þátt í henni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín, hinn rússneski kollegi hans, ræddu málið í gegnum síma í gær. Í máli Obama kom skýrt fram að Bandaríkjamenn telji kosninguna ólöglega og að hún verði aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá bætti forsetinn við að frekari viðskiptaþvinganir á Rússa komi vel til greina. Til umræðu hjá Utanrsíkisráðherrum ESB verður meðal annars að ógilda vegabréf og frysta eignir háttsettra rússneskra embættismanna. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg, en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Rússar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir viðurkenni úrslitin og að næstu skref séu að að samþykkja Krímskaga inn í Rússneska ríkjasambandið en málið verður rætt í Rússnesku dúmunni á föstudaginn kemur.
Úkraína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira