Engar fjárheimildir til að mæta vanda fatlaðra ungmenna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. mars 2014 11:33 "Það sem er verst af öllu í þessu er að dóttir mín þarf reglufestu og öll frávik hafa ekki góð áhrif á hennar lífsgæði. Sérstaklega þetta með skammtímavistunina þar sem hún er á nóttunni og er svo keyrð heim á daginn. Það er mjög erfitt að útskýra það,“ segir Atli. „Dóttur minni er keyrt heim á morgnanna úr skammtímavistun þar sem hún dvelur aðra hvora viku á meðan á verkfallinu stendur,“ segir Atli Lýðsson, faðir 17 ára fatlaðrar stúlku í Reykjavík. „Þegar það eru starfsdagar í skólanum eða hún er veik hefur hún fengið að að vera í skammtímavistuninni yfir daginn,“ segir hann. Engar fjárheimildir eru til þess að mæta þessum vanda fatlaðra barna sem skapast útaf verkfallinu að sögn Helga Viborg, deildarstjóra í Miðgarði í Grafarvogi. Hann óttast að ef hægt væri að bjóða upp á slíka vistun væri með því verið að brjóta á kennurum ef að þau ætluðu að taka yfir þeirra störf. Alla jafna séu börn ekki á skammtímavistun yfir daginn heldur séu þau senda heim. Það sé þá forstöðumaður hvers heimilis fyrir sig sem taki ákvörðun um að leyfa börnum að vera yfir daginn þegar þau eru veik eða annað kemur upp á. „Það er ekki samkvæmt starfsáætlun og er undantekning held ég. Bara verið að gera einhverjum ákveðnum foreldrum greiða,“ segir Helgi. Ef ákveðið yrði að veita fjármagn til að hafa börnin í vistun yfir daginn á meðan á verkfallinu stendur yrði það að vera ákvörðun borgarinnar.Botnar ekkert í þessari hugmyndafræði „Það er mjög undarlegt að skólinn hafi skoðun á því hvarr börn eru utan skólans, ég botna ekkert í þeirri hugmyndafræði,“ segir Atli. „Einhversstaðar verða börnin að vera.“ Þau fjölskyldan taki nú bara einn dag í einu eins og hvern dag eins og hann kemur. Þau treysti á skilningsríka vinnuveitendur. Þeir og gott stuðningsnet í kringum þau fleyti þeim í gegnum þennan tíma. „Það sem er verst af öllu í þessu er að dóttir mín þarf reglufestu og öll frávik hafa ekki góð áhrif á hennar lífsgæði. Sérstaklega þetta með skammtímavistunina þar sem hún er á nóttunni og er svo keyrð heim á daginn. Það er mjög erfitt að útskýra það,“ segir Atli. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot. 19. mars 2014 12:20 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Dóttur minni er keyrt heim á morgnanna úr skammtímavistun þar sem hún dvelur aðra hvora viku á meðan á verkfallinu stendur,“ segir Atli Lýðsson, faðir 17 ára fatlaðrar stúlku í Reykjavík. „Þegar það eru starfsdagar í skólanum eða hún er veik hefur hún fengið að að vera í skammtímavistuninni yfir daginn,“ segir hann. Engar fjárheimildir eru til þess að mæta þessum vanda fatlaðra barna sem skapast útaf verkfallinu að sögn Helga Viborg, deildarstjóra í Miðgarði í Grafarvogi. Hann óttast að ef hægt væri að bjóða upp á slíka vistun væri með því verið að brjóta á kennurum ef að þau ætluðu að taka yfir þeirra störf. Alla jafna séu börn ekki á skammtímavistun yfir daginn heldur séu þau senda heim. Það sé þá forstöðumaður hvers heimilis fyrir sig sem taki ákvörðun um að leyfa börnum að vera yfir daginn þegar þau eru veik eða annað kemur upp á. „Það er ekki samkvæmt starfsáætlun og er undantekning held ég. Bara verið að gera einhverjum ákveðnum foreldrum greiða,“ segir Helgi. Ef ákveðið yrði að veita fjármagn til að hafa börnin í vistun yfir daginn á meðan á verkfallinu stendur yrði það að vera ákvörðun borgarinnar.Botnar ekkert í þessari hugmyndafræði „Það er mjög undarlegt að skólinn hafi skoðun á því hvarr börn eru utan skólans, ég botna ekkert í þeirri hugmyndafræði,“ segir Atli. „Einhversstaðar verða börnin að vera.“ Þau fjölskyldan taki nú bara einn dag í einu eins og hvern dag eins og hann kemur. Þau treysti á skilningsríka vinnuveitendur. Þeir og gott stuðningsnet í kringum þau fleyti þeim í gegnum þennan tíma. „Það sem er verst af öllu í þessu er að dóttir mín þarf reglufestu og öll frávik hafa ekki góð áhrif á hennar lífsgæði. Sérstaklega þetta með skammtímavistunina þar sem hún er á nóttunni og er svo keyrð heim á daginn. Það er mjög erfitt að útskýra það,“ segir Atli.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot. 19. mars 2014 12:20 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01
Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot. 19. mars 2014 12:20