Ron Dennis snéri aftur til að sigra keppnir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. mars 2014 12:45 Ron Dennis ræðir við Martin Whitmarsh Vísir/Getty Síðasta tímabil var það versta fyrir McLaren síðan árið 1980. Þetta leiddi til þess að keppnisstjóri liðsins, Martin Whitmarsh var tekinn út úr liðinu. Óljóst er hver örlög hans verða hjá McLaren. Hann virðist ekki hafa verið rekinn heldur hugsanlega verið fengið annað hlutverk innan liðsins.Ron Dennis hefur ákveðið að taka aftur við stjórnartaumunum hjá liðinu. Sjálfur ætlar hann þó ekki að vera keppnisstjóri. Hann hefur ráðið Eric Boullier, sem áður var hjá Lotus, til að vera keppnisstjóri. Ron Dennis segist kominn aftur til að sigra keppnir. Hvorugur ökumaður liðsins komst á verðlaunapall á síðasta tímabili. Dennis segir að liðið sé með bestu mögulegu vélina. McLaren notast við Mercedes vél á þessu tímabili. Bíllinn virðist góður líka. Honum lýst einnig mjög vel á ökumenn liðsins, Jenson Button og nýliðann Kevin Magnussen. „Ég trúi því að við munum vinna keppnir í ár“ segir Ron Dennis. Hann bætir við „Hversu margar? Ég veit það ekki. Hversu snemma? Ég veit það ekki.“ Að lokum segir hann „Ef allir deila minni ástríðu, ákefð og einbeitingu, munum við hiklaust sigra“ Formúla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Síðasta tímabil var það versta fyrir McLaren síðan árið 1980. Þetta leiddi til þess að keppnisstjóri liðsins, Martin Whitmarsh var tekinn út úr liðinu. Óljóst er hver örlög hans verða hjá McLaren. Hann virðist ekki hafa verið rekinn heldur hugsanlega verið fengið annað hlutverk innan liðsins.Ron Dennis hefur ákveðið að taka aftur við stjórnartaumunum hjá liðinu. Sjálfur ætlar hann þó ekki að vera keppnisstjóri. Hann hefur ráðið Eric Boullier, sem áður var hjá Lotus, til að vera keppnisstjóri. Ron Dennis segist kominn aftur til að sigra keppnir. Hvorugur ökumaður liðsins komst á verðlaunapall á síðasta tímabili. Dennis segir að liðið sé með bestu mögulegu vélina. McLaren notast við Mercedes vél á þessu tímabili. Bíllinn virðist góður líka. Honum lýst einnig mjög vel á ökumenn liðsins, Jenson Button og nýliðann Kevin Magnussen. „Ég trúi því að við munum vinna keppnir í ár“ segir Ron Dennis. Hann bætir við „Hversu margar? Ég veit það ekki. Hversu snemma? Ég veit það ekki.“ Að lokum segir hann „Ef allir deila minni ástríðu, ákefð og einbeitingu, munum við hiklaust sigra“
Formúla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira