Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 15:01 Húsið Ingólfur og Brynhildur Pétursdóttir, þinkona Bjartrar framtíðar Mynd/Björn Ingi Bjarnason/Pjetur Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013? Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013?
Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00
Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12