Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 11:12 MYND/BJÖRN INGI BJARNASON/Pjetur Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan. Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan.
Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00