Ungstirnin áfram á Dove Mountain 22. febrúar 2014 02:15 Rickie Fowler slær úr erfiðri stöðu í dag. 16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira