Pólitískur ómöguleiki? Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2014 12:52 Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun