KR-ingar kæra ekki | Dómaranefndin óákveðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2014 15:15 KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45
Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45