Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 25-22 | Valur hélt öðru sætinu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. febrúar 2014 14:04 Vísir/Stefán Valur vann Fram í miklum toppbaráttuslag í kvöld. Fram leiddi í hálfleik, 10-11, en sterkur síðari hálfleik tryggði Val sigur. Framstúlkur skoruðu fyrstu tvö mörkin og voru því komnar skrefinu á undan. Valur var þó aldrei langt á eftir og var munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Vals var frekar stirður í byrjun leiks en lagaðist aðeins eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varnir liðanna voru virkilega sterkar og markverðirnir í stuði, þá sérstaklega Sunneva í markinu hjá Fram. Hún var kominn með tólf skot í fyrri hálfleik. Karólína Bæhrenz náði svo að minnka muninn í eitt mark mínútu fyrir lokaflaut fyrri hálfleiks og staðan því 10-11 fyrir Fram þegar liðin gengu til búningsherbergjanna. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá bæði lið. Valur byrjaði með þvílíkum krafti í upphafi síðari hálfleiks á meðan Framstúlkur slökuðu á. Valur komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar Morgan Þorkelsdóttir kom þeim í 13-12 forystu eftir 36 mínútur. Framstúlkur voru ekki að finna taktinn eftir að þær lentu undir og það leit út eins og þær ætluðu að skora tvö mörk í hverri sókn, svo mikið lá þeim á. Þær köstuðu boltanum frá sér í sífellu. Valur gaf ekkert eftir og komust meðal annars í 17-12 forystu en magnaður 6-0 varnarleikur Vals spilaði þar stórt hlutverk. Fram var þó aldrei langt undan og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu heimastúlkur með tveimur mörkum, 20-18. Valsstúlkur náðu þó að klára leikinn með þremur mörkum, lokatölur á Hlíðarenda 25-22. Markverðirnir Berglind Íris Hansdóttir og Sunneva Einarsdóttir voru menn leiksins. Þær áttu báðar virkilega góðan dag og voru báðar með um 40% markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir dró vagninn í sókninni fyrir Val, en einnig kom Morgan Þorkelsdóttir inn á og stóð sig með mikilli prýði. Hún skoraði fimm mörk. Sterk innkoma hjá þessari efnilegu stúlku.Vísir/StefánHalldór Jóhann: Skil ekki afhverju við missum fæturnar „Það eru fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik sem fara með okkur. Það er sex marka sveifla - fer úr 10-11 í 17-12 og við erum bara elta eftir það. Við erum að fá tækifæri, en við erum bara klúðra boltanum og taka rangar ákvarðanir. Síðari hálfleikurinn var bara slakur," sagði Halldór við Vísi eftir leik. Aðspurður hvort hann væri sammála því að mikið óðagot hafi komið í leik Fram eftir að þær hefðu lent undir svaraði Halldór: „Við erum eiginlega þannig allan leikinn. Í fyrri hálfleik vorum við þannig líka og við fáum hrikalega marga möguleika þrátt fyrir það. Við hefðum átt að gefa okkur meiri tíma, en í staðinn fyrir þreifa fyrir okkur og nýta okkur okkar styrkleika hlaupum við þetta dálítið bara frá okkur." „Maður getur alltaf tekið jákvæða hluti. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum að spila góðan varnarleik og góð markvarsla. Ég skil ekki alveg afhverju við missum fæturnar í síðari hálfleik og við eigum mjög erfitt með að ná okkur upp aftur." „Við erum með ungt lið og lið sem þarf að læra. Það þarf að læra líka að klára svona aðstæður, en við þurfum að fá aðeins meira bit í okkur í upphafi síðari hálfleiks. Það verður bara einbeitingarleysi að klára ekki hluti sem við ræddum um í hálfleik," sagði Halldór Jóhann að lokum.Vísir/StefánKristín: Man ekki hvað Stefán sagði „Ég man eiginlega ekki hvað hann Stefán sagði í hálfleik. Það vantaði bara dálítið herslumuninn þarna í fyrri hálfleik og aðallega sóknarlega. Við vorum að fá fín færi, en við vorum bara ekki að ná að setjann. Vörnin þeirra og markvarslan var einnig mjög góð," sagði Kristín í leikslok. „Í síðari hálfleik varð vörnin betri. Ég efast um að Ragnheiður hafi náð að skora og það var auðvitað lykillinn. Svo bara þegar maður er kominn með smá blóð á tennurnar þá verður allt auðveldara." „Við fáum unga stelpu inn (Morgan) og hún byrjar að skora. Þá fer athyglin af okkur gömlu og þá losnar um margt. Það losar um fullt og mikilvægt fyrir okkur að fá hana inn. Þetta er það sem hún getur og gaman að þetta hafi verið í sjónvarpinu. Þá sjá allir að við eigum svona unga og efnilega stelpu, þetta eru ekki bara við gömlu." Berglind Íris átti góðan dag í markinu og var Kristín ánægð með hennar framlag: „Við eigum þrjá góða markmenn og það er bara frábært. Okkur hlakkar mikið til leiksins á laugardaginn gegn Stjörnunni, en það er gaman að mæta sem minna liðið loksins. Ég held að fleiri búist við að þær vinni og er búið að ganga illa undanfarið. Við ætlum að taka tvo góða leiki í röð núna. Við vitum alveg hvað við getum," voru lokaorð Kristínar. Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Valur vann Fram í miklum toppbaráttuslag í kvöld. Fram leiddi í hálfleik, 10-11, en sterkur síðari hálfleik tryggði Val sigur. Framstúlkur skoruðu fyrstu tvö mörkin og voru því komnar skrefinu á undan. Valur var þó aldrei langt á eftir og var munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Vals var frekar stirður í byrjun leiks en lagaðist aðeins eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varnir liðanna voru virkilega sterkar og markverðirnir í stuði, þá sérstaklega Sunneva í markinu hjá Fram. Hún var kominn með tólf skot í fyrri hálfleik. Karólína Bæhrenz náði svo að minnka muninn í eitt mark mínútu fyrir lokaflaut fyrri hálfleiks og staðan því 10-11 fyrir Fram þegar liðin gengu til búningsherbergjanna. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá bæði lið. Valur byrjaði með þvílíkum krafti í upphafi síðari hálfleiks á meðan Framstúlkur slökuðu á. Valur komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar Morgan Þorkelsdóttir kom þeim í 13-12 forystu eftir 36 mínútur. Framstúlkur voru ekki að finna taktinn eftir að þær lentu undir og það leit út eins og þær ætluðu að skora tvö mörk í hverri sókn, svo mikið lá þeim á. Þær köstuðu boltanum frá sér í sífellu. Valur gaf ekkert eftir og komust meðal annars í 17-12 forystu en magnaður 6-0 varnarleikur Vals spilaði þar stórt hlutverk. Fram var þó aldrei langt undan og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu heimastúlkur með tveimur mörkum, 20-18. Valsstúlkur náðu þó að klára leikinn með þremur mörkum, lokatölur á Hlíðarenda 25-22. Markverðirnir Berglind Íris Hansdóttir og Sunneva Einarsdóttir voru menn leiksins. Þær áttu báðar virkilega góðan dag og voru báðar með um 40% markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir dró vagninn í sókninni fyrir Val, en einnig kom Morgan Þorkelsdóttir inn á og stóð sig með mikilli prýði. Hún skoraði fimm mörk. Sterk innkoma hjá þessari efnilegu stúlku.Vísir/StefánHalldór Jóhann: Skil ekki afhverju við missum fæturnar „Það eru fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik sem fara með okkur. Það er sex marka sveifla - fer úr 10-11 í 17-12 og við erum bara elta eftir það. Við erum að fá tækifæri, en við erum bara klúðra boltanum og taka rangar ákvarðanir. Síðari hálfleikurinn var bara slakur," sagði Halldór við Vísi eftir leik. Aðspurður hvort hann væri sammála því að mikið óðagot hafi komið í leik Fram eftir að þær hefðu lent undir svaraði Halldór: „Við erum eiginlega þannig allan leikinn. Í fyrri hálfleik vorum við þannig líka og við fáum hrikalega marga möguleika þrátt fyrir það. Við hefðum átt að gefa okkur meiri tíma, en í staðinn fyrir þreifa fyrir okkur og nýta okkur okkar styrkleika hlaupum við þetta dálítið bara frá okkur." „Maður getur alltaf tekið jákvæða hluti. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum að spila góðan varnarleik og góð markvarsla. Ég skil ekki alveg afhverju við missum fæturnar í síðari hálfleik og við eigum mjög erfitt með að ná okkur upp aftur." „Við erum með ungt lið og lið sem þarf að læra. Það þarf að læra líka að klára svona aðstæður, en við þurfum að fá aðeins meira bit í okkur í upphafi síðari hálfleiks. Það verður bara einbeitingarleysi að klára ekki hluti sem við ræddum um í hálfleik," sagði Halldór Jóhann að lokum.Vísir/StefánKristín: Man ekki hvað Stefán sagði „Ég man eiginlega ekki hvað hann Stefán sagði í hálfleik. Það vantaði bara dálítið herslumuninn þarna í fyrri hálfleik og aðallega sóknarlega. Við vorum að fá fín færi, en við vorum bara ekki að ná að setjann. Vörnin þeirra og markvarslan var einnig mjög góð," sagði Kristín í leikslok. „Í síðari hálfleik varð vörnin betri. Ég efast um að Ragnheiður hafi náð að skora og það var auðvitað lykillinn. Svo bara þegar maður er kominn með smá blóð á tennurnar þá verður allt auðveldara." „Við fáum unga stelpu inn (Morgan) og hún byrjar að skora. Þá fer athyglin af okkur gömlu og þá losnar um margt. Það losar um fullt og mikilvægt fyrir okkur að fá hana inn. Þetta er það sem hún getur og gaman að þetta hafi verið í sjónvarpinu. Þá sjá allir að við eigum svona unga og efnilega stelpu, þetta eru ekki bara við gömlu." Berglind Íris átti góðan dag í markinu og var Kristín ánægð með hennar framlag: „Við eigum þrjá góða markmenn og það er bara frábært. Okkur hlakkar mikið til leiksins á laugardaginn gegn Stjörnunni, en það er gaman að mæta sem minna liðið loksins. Ég held að fleiri búist við að þær vinni og er búið að ganga illa undanfarið. Við ætlum að taka tvo góða leiki í röð núna. Við vitum alveg hvað við getum," voru lokaorð Kristínar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira