Að lepja dauðann úr LÍN skelinni Helga Margrét Friðriksdóttir skrifar 19. febrúar 2014 16:49 Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun