Ásgeir Trausti selur vel á iTunes 29. janúar 2014 15:48 Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum. Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum. Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira