Ásgeir Trausti selur vel á iTunes 29. janúar 2014 15:48 Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum. Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum. Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira