Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2014 14:14 mynd / daníel Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum. EM 2014 karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum.
EM 2014 karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira