Þegar Trölli yfirtók Alþingi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun