Myndirnar urðu innblástur fyrir bækur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 12:00 Sýning Gunnellu, Hoppsalahei, er í Gróskusalnum í Garðabæ, sem er í sama húsi og vinnustofa hennar. Hún verður einungis opin í eina viku frá 7. til 15. desember. „Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnustofu,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsalahei sem hún opnar á laugardaginn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunnella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá myndunum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta myndirnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka viðurkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurnar eru komnar út á íslensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn í þýðingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Winter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemningum.“Bandaríski rithöfundurinn Buce McMillan hefur skrifað tvær bækur við myndir gunnellu og sú þriðja er í vinnslu.Gunnella er einnig frumkvöðull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til annarra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða glertorgið hjá versluninni Víði. Sýningin verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýningardagana. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnustofu,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsalahei sem hún opnar á laugardaginn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunnella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá myndunum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta myndirnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka viðurkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurnar eru komnar út á íslensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn í þýðingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Winter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemningum.“Bandaríski rithöfundurinn Buce McMillan hefur skrifað tvær bækur við myndir gunnellu og sú þriðja er í vinnslu.Gunnella er einnig frumkvöðull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til annarra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða glertorgið hjá versluninni Víði. Sýningin verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýningardagana.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira