Myndirnar urðu innblástur fyrir bækur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 12:00 Sýning Gunnellu, Hoppsalahei, er í Gróskusalnum í Garðabæ, sem er í sama húsi og vinnustofa hennar. Hún verður einungis opin í eina viku frá 7. til 15. desember. „Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnustofu,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsalahei sem hún opnar á laugardaginn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunnella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá myndunum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta myndirnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka viðurkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurnar eru komnar út á íslensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn í þýðingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Winter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemningum.“Bandaríski rithöfundurinn Buce McMillan hefur skrifað tvær bækur við myndir gunnellu og sú þriðja er í vinnslu.Gunnella er einnig frumkvöðull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til annarra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða glertorgið hjá versluninni Víði. Sýningin verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýningardagana. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnustofu,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsalahei sem hún opnar á laugardaginn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunnella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá myndunum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta myndirnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka viðurkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurnar eru komnar út á íslensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn í þýðingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Winter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemningum.“Bandaríski rithöfundurinn Buce McMillan hefur skrifað tvær bækur við myndir gunnellu og sú þriðja er í vinnslu.Gunnella er einnig frumkvöðull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til annarra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða glertorgið hjá versluninni Víði. Sýningin verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýningardagana.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira