Hættur að svekkja sig á landsliðsvalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 06:00 Bjarki Már (til hægri) ásamt Guðjón Val Sigurðssyni fyrir viðureign Kiel og Eisenach í haust.Mynd/Aðsend Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira