Fannst vanta meiri breidd í barnabækur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir eru báðar miklir lestrarhestar og hafa brennandi ástríðu fyrir lesefni barna og unglinga. Fréttablaðið/Valli Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafbók fylgir hverri prentaðri bók eftir íslenskan höfund. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáfunni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkurhæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvöfalda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari vertíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr, svokallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennaramenntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og unglinga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bókabeitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega unglingunum sem eru alltaf með símana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurnar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á rafrænu formi, það er bara veruleikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spennandi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafbók fylgir hverri prentaðri bók eftir íslenskan höfund. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáfunni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkurhæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvöfalda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari vertíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr, svokallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennaramenntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og unglinga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bókabeitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega unglingunum sem eru alltaf með símana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurnar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á rafrænu formi, það er bara veruleikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spennandi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira