Fannst vanta meiri breidd í barnabækur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir eru báðar miklir lestrarhestar og hafa brennandi ástríðu fyrir lesefni barna og unglinga. Fréttablaðið/Valli Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafbók fylgir hverri prentaðri bók eftir íslenskan höfund. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáfunni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkurhæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvöfalda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari vertíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr, svokallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennaramenntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og unglinga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bókabeitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega unglingunum sem eru alltaf með símana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurnar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á rafrænu formi, það er bara veruleikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spennandi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafbók fylgir hverri prentaðri bók eftir íslenskan höfund. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáfunni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkurhæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvöfalda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari vertíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr, svokallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennaramenntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og unglinga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bókabeitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega unglingunum sem eru alltaf með símana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurnar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á rafrænu formi, það er bara veruleikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spennandi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira