Höfnin hundrað ára Hjálmar Sveinsson skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun